<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 24, 2005

Hinn vængjaði tími....

Jújú, því verður ekki neitað að hann flýgur áfram. Þann 19. janúar var einmitt liðið ár síðan ég byrjaði að blogga! Og um það bil hálft ár síðan ég bloggaði síðast......;) En nóg um það! Ég uppgötvaði það mér til mikillar skelfingar að ég ég hef ekki bloggað síðan á því herrans ári 2004, og því kominn tími til að óska fólki gleði og hamingju á árinu 2005, sem gekk víst í garð fyrir þó nokkru síðan!
Annars er fátt að frétta héðan úr borginni. Var reyndar að komast að því við síðustu niðurtalningu að það styttist óðum í að stelpan hafi herjað á mannkynið í heila tvo áratugi. Tuttugu ár! Shit... Og ég hef hvorki unnið til stórra afreka, hetjudáða eða gert nokkuð annað merkilegt í allan þennan tíma! Ég stefni að minnsta kosti að því að skrá nafn mitt á spjöld sögunnar áður en ég fylli þriðja tuginn, skárra væri það nú!!

En ég ætla að segja þetta gott í bili!

Þórunn - tórir enn...

|

laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jólin....

Já það eru ekki alltaf jólin! En þau eru það svo sannarlega núna! :) Gleðileg jól þið sem ennþá nennið að lesa þessi fábrotnu og einkar sjaldgæfu skrif mín. Og allir sem gáfu mér pakka, kort, jólasnjó eða glöddu mig á annan hátt og tókuð þar af leiðandi þátt í að gera þessi jól yndisleg, takk fyrir mig!!

En ég má ekki vera að þessu, singstar bíður mín! (takk Helgi og Björgvin!!)

Meira síðar...

Þórunn - syngjandi jólabarn

|

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Sameinaðir stöndum við....

Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum með kennurum heima í firðinum fagra. Já og auvitað bara öllum kennurum. En ég verð að segja að ég er einstaklega ánægð með hvernig kennarar á Fáskrúðsfirði báru sig að við að mótmæla lagasetningunni. Einn fyrir alla og allir fyrir einn! Finnst alveg ótrúlegt að þeir hafi nennt að kljást við svona villinga eins og sjálfa mig gegnum árin á ekki hærri launum...

Þórunn - kennarasleikja

|

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ég held...

...að Halldór Ásgrímsson hafi fæðst án persónuleika. Ég hef aldrei heyrt eða séð hann gera nokkuð sem bendir til annars. Virkar á mig sem einhvers konar tölvubúnaður, sem er algjörlega háður því að fólk láti hann gera það sem það vill hverju sinni. Hann til dæmis brosti á Edduverðlaununum í gær, en það var líklega bara stimplað inn svona smile-code um leið og hann var settur í sparifötin. Það væri nú óskandi að einhver gáfulegri en raun ber vitni vissi passwordið...

Þórunn - heimspekileg póli-tík með nördalegu ívafi

|

laugardagur, nóvember 13, 2004

Þroskamerki og barnalæti

Nú eru liðin næstum vika síðan lífsstílsbreytingin var ákveðin. Ég hef strax fundið fyrir áhrifum hennar og líkar bara ágætlega. Auðvitað er eitthvað eftir af vitleysingnum í manni, en þroskaða hliðin hefur bara fengið að njóta sín meira síðustu daga. Ég fór á kaffihús á fimmtudaginn og skaut samferðamönnum mínum skelk í bringu með því að panta mér kaffibolla. Ég veit ekki hvað það er, en fólk virðist ekki geta tekið ákvörðun minni um breyttan lífsstíl og markmið í lífinu alvarlega.

Ég lenti í ansi sniðugu atviki þetta kvöld sem ég tel vert að deila með ykkur sem ennþá nennið að lesa um líf mitt. Ég stóð á gangstéttinni og fylgdist með hörðum snjóbardaga hinu megin götunnar milli Hildar, Tedda og Gauja. Skyndilega sé ég hóp af eldra fólki í fínni kantinum nálgast. Ég veitti þeim enga sérstaka athygli, en áður en ég náði að átta mig hafði einn maðurinn í hópnum beygt sig niður og hnoðað snjóbolta, sem hann grýtti í mig af miklu afli. Ég vissi ekki hvað var í gangi, en var fljót að hugsa og grýtti vel útilátnum bolta á móti, beint í skallann á manninum, sem reyndist vera enginn annar en Ingvi Hrafn sjónvarpsmaður. Honum virtist finnast þetta mjög sniðugt og áður en ég vissi af vorum við komin í hörku snjókast. Fólkið sem hann var með var löngu stungið af þegar bardaganum lauk, og ég var löngu hætt að geta staðið í lappirnar af hlátri. Svona getur verið gaman fyrir tvær þroskaðar, fullorðnar manneskjur að finna barnið í sér.

Í gærkvöldi ákvað ég svo eftir langa mæðu að drífa mig ásamt fríðu föruneyti í bæinn og jafnvel vinna í leitinni í leiðinni. Ég drakk mjög hóflega og það vottaði varla fyrir áhrifum þess litla áfengis sem ég innbyrti, enda var það ekki ætlunin. Kvöldið heppnaðist með ágætum, þrátt fyrir að hvorki gengi né ræki í leitinni að eiginmanni. Ég er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp.

Þroskuð Þórunn

|

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Nýtt líf

Ég er farin að sjá það sífellt betur að ég er vanhæfur bloggari með öllu. En það er ekki það eina sem ég er vanhæf í. Ég er til dæmis farin að finna til mikillar vanhæfni á sviði drykkju og skemmtana. Ég er með öllu vanhæf óreglumanneskja.
Aftur á móti tel ég mig mjög hæfa eiginkonu og hæfari húsmóðir finnst varla. Ég hef því ákveðið að snúa við blaðinu. Ég hef sagt skilið við fyrri lífshætti og hef nú ákveðið að hella mér af miklum móð út í leit mína að lífsförunaut. Drykkja, djamm og annað í þeim dúr er ekki lengur hluti af mínu lífi. Ég er farin að sjá fyrir mér framtíð í einbýlishúsi í Fossvoginum ásamt hundi mínum og manni, en ég stefni jú beint í átt að altarinu um leið og leitin hefur borið árangur. Ég býst við að það verði fljótlega, boðskort í veisluna verða send út tímalega, því get ég lofað.
Hildur mín hefur ákveðið að standa við hlið mér og taka þetta stóra skref samferða mér. Já, Hildur Karen hefur einnig hafið makaleit, þó ekki jafn róttæka og ég þar sem hún hefur ekki sagt skilið við Bakkus, enn. Ég hef þó trú á stelpunni og vona að hún átti sig. Öl er böl.

Meira um málið síðar...

Þórunn - alveg makalaus

|

sunnudagur, september 26, 2004

Gleði gleði gleði.....

Það er endalaus gleði hjá mér þessa dagana, enda búið að vera mikið um að vera! Ég get ekki sagt að sú ákvörðun mín að flytja í borgina hafi valdið mér vonbrigðum hingað til! ;) En þar sem ég er altaf jafn "dugleg" að blogga er frá ansi mörgu að segja. Það er helst að frétta að ég er búin að koma mér vel fyrir í Þverbrekkunni og gisti í fyrsta skipti í nótt þar. Það er voða kósý hjá mér, fyrir utan það hvað það er ennþá ógeðsleg málingarlykt hjá mér. En öllu má nú venjast, maður er í hálfgerðri vímu þarna inni, og hvenær hefur það talist slæmt? ;)
Ég fór á djammið um helgina, svona til tilbreytingar og skemmti mér bara konunglega. Fullt af austfirðingum í bænum, og þar sem þeir eru er ávallt mikil gleði! Enda held ég að það finnist ekki það fólk á þessum hnetti sem kann þá list að skemmta sér betur en austfirðingar!
Ætla að segja þetta gott í bili, virðist hafa glatað of mörgum heilasellum síðustu daga til að tjá mig á þennan hátt...

Þangað til næst..

Þórunn - þræll Bakkusar

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?