<$BlogRSDURL$>

föstudagur, janúar 23, 2004

Vaskóvinon!

Já hver man ekki eftir smellinum What's Up sem að 4 Non Blondes gerðu ódauðlegan á sínum tíma? Eflaust flestir! En það sem fæstir vita er að Helgi bróðir tók miklu ástfóstri við þetta lag, og hljómaði þetta í eyrum mér hvern einasta dag um nokkurt skeið! Elsku kallinn var ekki nema 6-7 ára og söng alltaf sinn eigin texta sem hljómaði einhvern veginn svona: Vaskóvinon innasei heíjeíjeeeiheíjeíjei assinnhei vaskóvinon...hehe..þetta endurtók hann aftur og aftur og aftur því að meira lagði hann ekki á sig að "læra" af textanum...Ég ætla rétt að vona að einhverjum finnist þetta jafn fyndið og mér, ég veit ekki afhverju ég mundi skyndilega eftir þessu, en ég er svo sannarlega glöð að þessu skaut upp í kollinn...:)

Íris og Ingunn komu í mjöög stutta heimsókn í dag, náðu mér í rúminu skælandi yfir Harry Potter...Legg ekki meira á ykkur!
Ég skellti mér svo í kaupfélagið áðan til að gera helgarinnkaupin og keypti mér ávöxt sem að ég veit ekki hvað heitir. Ég veit ekki hversu spennandi það hljómar, en ég mæli með því að þið sleppið framn af ykkur beislinu í næstu búðarferð og kaupið ykkur framandi ávöxt til að smakka! Þetta finnst mér allavega gera búðarferðina mjög spennandi, og ekki spillir fyrir ef að ávöxturinn er góður! Frábær skemmtun í alla staði! :) (Am I weird...??)
Því miður varð ekkert úr heimsókninni til Írisar, en það eru þó sárabætur að Helgi bróðir er að koma heim frá Akureyri með subway handa mér..nanananana ;Þ Svona er auðvelt að gleðja hjarta sveitakonunnar :)
Ég vona þó að það verði eitthvað djamm hérna í firðinum mínum fagra. Mér hefur borist til eyrna að eigendur Café Sumarlínu ætli sér að reyna að bæta úr djammleysi okkar fáskara um helgina og fá þau allar mínar þakkir fyrir það!

Að lokum ætla ég að útnefna Hildi Karen hetju dagsins fyrir að hringja á rás 2 og kjósa Ólaf Pál Gunnarsson kynþokkafyllsta karlmann Íslands, en hann svaraði einmitt sjálfur í símann! Þú ert hugrökk Hildur mín ;)

.........Elvis lifir!
|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Líkamsrækt og lærdómur

Já það er ótrúlegt hverju maður tekur upp á! Dagurinn í dag einkenndist, eins og má lesa hérna fyrir ofan, af líkamsrækt og lærdómi. Reyndar ekki svo miklum lærdómi :) Við Michi skelltum okkur í ræktina í dag, sem var svosem fínt, spurning hver eftirköstin af því eiga eftir að verða :) Svo var ég í skólanum í kvöld, ísl303 sem var ekkert nema tóm leiðindi! Maðurinn sem kennir virðist alltaf falla í eitthvað trans þegar hann er að þylja upp "þýðingu" á Völuspá, sem er frekar skondið, og líklega það eina broslega sem að ég mun nokkurn tíma sjá við þetta námsefni!!

En nú stuttist óðum í helgina, sem er gott! Planið var að eyða helginni á Djúpavogi hjá henni Írisi minni, en ég veit ekki ennþá hvað verður úr því. Það er nú samt löngu kominn tími á að heimsækja konuna, og þessi helgi hentar fullkomlega, þar sem að foreldrar hennar eru staddir á Kanarí...damn ég öfunda þau!!! En hver vill vera á Kanarí þegar hann getur verið í rólegheitum á Fáskrúðsfirði?? Og þegar ég tala um rólegheit er ég í rauninni að meina dauði!! Aldrei hefði ég getað ímyndað mér að ástandið gæti orðið svona slæmt! Ég sver það, vísindamenn ættu að hætta að eyða sínum dýrmæta tíma í að rannsaka hvort líf finnist á Mars, þegar þeir hafa verkefni eins og Fáskrúðsfjörð á sömu plánetu!! Nú hefur barinn á hótelinu lokað endanlega held ég, Café Sumarlína opnar ekki fyrr en í vor eða sumar, sem þýðir algjört djammleysi, fyrir utan kannski einstaka partý! Það sem á mann er lagt! Og nú hefur bærinn minn fagri verið niðurlægður mjög, þar sem að nú eru skemmtistaðirnir á REYÐARFIRÐI orðnir 3, þremur fleiri en hérna! GREAT!! Þetta kallar á aðgerðir gott fólk! Ég hugsa að ég verði bara að leggja líkamsræktina fyrir mig og hætta öllu djammi!

Þórunn íþróttanörd
|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Það gengur ekki að eiga blogg og blogga aldrei! Því hef ég ákveðið að ríða á vaðið og blogga í annað skipti á mínum bloggferli! :)
Það hefur afar fátt á daga mína drifið, í gær gerði ég akkúrat ekki neitt. Michi kom og heimsótti mig í gærkveldi og við kíktum á nýjar afar skemmtilegar djammmyndir...vá mörg m..! Svo gaf hún mér síðbúna jólagjöf þessi elska, sem var líka gaman :) Þegar hún var farin datt mér í hug að skoða minningakassann minn. Fyrir ykkur sem ekki hafði heyrt um hann er hann semsagt kassi sem ég geymi alls konar skemmtilegar minningar í, bréf, myndir, jóla- og afmæliskort og fleira skemmtilegt :) Ég skemmti mér konunglega við þessa iðju, og mörgum broslegum atvikum úr fortíð minni skaut upp í hugann. Það er ótrúlegt hvað svona hlutir geta kætt mann á einmanalegum síðkvöldum! En það hefur nú aldrei þurft neitt sérstaklega mikið til að kæta mig, það þarf lítið til að gleðja einfeldninginn, er ekki svo? :)

Dagurinn í dag byrjaði seint, eins og flestir dagar í mínu lífi. Ég reyndar afrekaði það að vakna í hádeginu og horfa á neighbours með öðru auganu, og það er ekkert grín! En þegar að ég loksins vaknaði tók ég eftir því að síminn minn hafði ekki sofið jafn vært og ég! 7 missed calls gott fólk! Það kom reyndar í ljós að þetta hafði allt sínar skýringar! Móðir hafði átt 4 þeirra, (sem telst mjög eðlilegur fjöldi símtala frá henni blessaðri) en þetta var þó allt saman mjög skemmtilegt og ótrúlega spennandi eins og hún Anna Katrín Idol stjarna myndi líklega orða það!
Í kvöld tókum við Michi langa heilsubótargöngu, og ég prísa mig sæla yfir að hafa sloppið lifandi frá þeim ósköpum! Þvílík hálka! Ég þurfti ítrekað að heyja harðan bardaga við hana fyrir lífi mínu, en hér er ég, enn í heilu lagi!

Ég vona að ég geti fljótlega farið að koma með gestabók og eitthvað svona sniðugt, og auglýsi hér með eftir einhverjum sem er til í að veita mér hjálparhönd í þeim málum?! :)

Þórunn tölvunörd..

|

mánudagur, janúar 19, 2004

Jæja, nú hefur stelpan ákveðið að byrja að blogga!

Ekki það ég hafi fundið til minnimáttarkenndar gagnvart Hildi minni, eða öðrum fræknum bloggurum, heldur datt þessi hugmynd bara í höfuð mitt rétt í þessu, þar sem ég sat fyrir framan tölvu föður míns, og reyndi að finna eitthvað til að láta mér leiðast við næstu mínúturnar eða svo!
Þið sem lesið þetta ættuð ekki að búast við því að síðan mín taki miklum framförum útlitslega séð, eða bara á nokkurn annan hátt á næstunni, þar sem að ég er með tölvukunnáttu á við simpansa :) En ég vona að mitt viðburðasnauða líf geti þó á einhvern hátt skemmt einhverjum þarna úti...!

Síðasta orð fyrsta bloggs míns hefur verið skrifað..
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?