<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 13, 2004

Föstudagurinn 13...!

Já í dag er föstudagurinn 13! Góður dagur fram að þessu, og á vonandi eftir að batna með kvöldinu :) Stelpan ætlar heldur betur að sletta úr klaufunum þessa helgina, ójá! Það verður sko djammað! Eftir tvær video-helgar í röð er kominn tími til að gera eitthvað af engu viti!

Vikan er búin að vera ágæt, engin loðna svo ég er bara búin að hafa það notalegt :) Mamma er búin að vera að sjá um heimilið og börnin hennar Dagbjartar vinkonu sinnar, sem er búin að vera úti í Danmörku hjá Þórarni frænda sínum, sem var verið að skipta um hjarta í. Það gekk allt saman vel, og ég vil óska Tóta og fjölskyldu alls hins besta í framhaldinu. Ég er því búin að vera einbúi í rúmlega viku núna, en er nú reyndar búin að eyða mestum tímanum hjá Söndru og Mána. Ekki slæmur félagsskapur það! :) Mér er að batna af pestinni sem var að plaga mig alla vikuna, er reyndar með ógeðslegan hósta ennþá, en þetta er allt að koma!

Ég er ekki í neinum vafa um það að bloggið mitt er afar óspennandi og ég ætla nú að reyna að bæta úr þessu sem fyrst, fara að vera duglegri að blogga og setja eitthvað sniðugt hérna inn! Og ég auglýsi hér með eftir einhverjum til að hjápa mér! ;)

En þangað til næst...

Bjórunn afar-óspennandi-bloggari
|

mánudagur, febrúar 09, 2004

Líf..?

Já það væri eflaust skemmtilegt að eiga sér eitt svoleiðis! Mér tókst að ná mér í svo yndislega pest um helgina, og fæ nú að njóta góðs af henni. Heppin. Ég er heldur ekki búin að djamma tvær helgar í röð! Heppin...! Þið hafið heldur ekki fengið að lesa um það sem á daga mína hefur drifið mjöög lengi núna. Óheppin! En svona er þetta ósanngjarnt ;) En ég hef nú hug á að bæta úr þessu eftir fremsta megni og vera duglegri að blogga á næstunni!

Ég efast um að meira hefði getað farið úrskeiðis í djammmálunum um helgina. Við Sandra vorum búnar að plana rosa djamm. Við ætluðum að kíkja á hótelið, en það voru nýjir eigendir að taka við því og það átti að verða ægilegt teiti! En svo fékk einhver þá sniðugu hugmynd að afturkalla eitthvað leyfi og þess vegna var ekki einu sinni barinn á hótelinu opinn! Ég var svo kölluð í vinnu kl 4 aðfaranótt laugardagsins. Þegar vinnan var búin um hádegið skall á þetta líka óveður svo ekki var hundi út sigandi! Máni litli fékk svo einhverja pest og þess vegna komst Sandra ekki neitt. Við höfum því ákveðið að gera okkur engar vonir um næsta djamm, og höfum ákveðið að eyða næstu helgi upp í sófa með nammipoka í hönd og spólu í videoinu! ;)

En þar sem nefstíflan sem ég þjáist af virðist hafa orsakað einhvers konar ritstíflu líka ætla ég að segja þetta gott í bili...

Þórunn sjúklingur
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?