<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Ég verð seint sögð kona orða minna! Hér rausa ég um það daginn út og daginn inn að vera duglegri að blogga, en ekkert skeður! Hins vegar hef ég ákveðið að létta þessu af samvisku minni og lofa bara engu og blogga þegar andinn emur yfir mig (sem er ekki svo oft! ;) Aldrei þessu vant hefur líf mitt þó verið ansi viðburðaríkt síðustu daga, og því aldrei að vita nema einhverjum muni loksins stökkva bros eftir heimsókn til mín!

Helgin...


..var snilld! Á föstudaginn kom það lí ljós að ekkert yrði djammið á hótel Bjargi þessa helgina, svo að djammmkynslóð fáskrúðsfjarðar lagði upp í svaðilför á Reyðarfjörð, af öllum stöðum! Ég, Sandra, Gauti og Heiðar skelltum okkur á bílnum hans Gauta og skemmtum okkur bara konunglega. Eins og oft vill verða þegar við stöllur förum út á lífið var lagt frekar seint af stað, en Gauti bætti upp tapaðan tíma með því að þenja vagninn sæmilega :) Við byrjuðum á því að kíkja á zalza, en þar var nánast enginn. Við hittum jú tvær skelfingu lostnar norðfjarðargellur sem þorðu ekki fyrir sitt litla líf að djamma í heimabyggð, af ótta við að enda líf sitt á hafsbotni, pakkaðar í plast. Eftir að hafa kastað af okkur vatni/áfengi héldum við svo á Café kósý þar sem liðið reyndist hafa alið manninn. Þar var ágætis stemmning, enda flóttamenn frá fáskrúðsfirði í miklum meirihluta.
Eftir að pleisið lokaði var svo haldið út þar sem ættjarðarlög voru kyrjuð í mismunandi tóntegundum. Á meðan mannskapurinn var upptekinn af söngnum ætlaði stelpan nú að skvetta úr henni fyrir yfirvofandi heimferð á lítt áberandi stað. Ég hélt í átt að höfninni, (hugrökk, ha?) og fann þessa líka fínu trillu til að merkja mér! Ég klöngraðist um borð og lét vaða, en einmitt í þeirri andrá komu Summi og Ísey aðvífandi. Summi sá sér heldur en ekki leik á borði og byrjaði að rugga fleyinu óþægilega mikið, sérstaklega þar sem jafnvægisskyn mitt var ekki sem best! Ég náði þó að ljúka mér af á stórvægilegra vandræða, en þegar kom að því að fara frá borði vandaðist málið! Í hristingnum hafði báturinn nefnilega færst spölkorn frá bryggjunni, og fyrir mig var ekkert annað en að hrökkva eða stökkva! Ég stökk, en hrökk og lenti ansi harkalega á dekkinu sem hangir utan á bryggjunni, og tel mig heppna að Gauti var passlega kominn til að athuga með mig. Hver veit nema annars hefði einhver kafari þurft að landa mér einhvern tíma í nánustu framtíð! Mér var þó ekki meint af, og slapp með skaddaða nögl og marða hendi! ;)

En nú er það menntunin sem kallar og stefnumót við Björn Gísla er staðreynd!

....To be continued


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?