<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Þetta er alveg hætt að verða sniðugt! Það væri kannski afsökun út af fyrir sig ef maður stæði á haus í einhverju merkilegu alla daga, en svo er víst ekki. Staðreynd: Ég er löt! Ójá, ég er sú latasta skepna sem skríður undir sólinni. Það er reyndar ágætt á köflum, sérstaklega þegar maður á vini sem nenna að vera latir með manni :) Ég uppgötvaði að ég var kominn á botninn um daginn þegar ég lá í sófanum heima hjá Söndru, eins og svo oft áður, með súkkulaði í hönd, og óskaði þess heitast að eiga öndunarvél til þess að sleppa við þá lífsnauðsynlegu athöfn að anda!! Já það er margt sorglegt í þessum heimi! ;)

Af mér er það annars að frétta að ég mun brátt verða árinu eldri. Já stelpan er að skríða síðustu metrana í 19. afmælisdaginn! Afmælisdeginum hafði ég hugsað mér að verja í að vinna í frægð minni og frama. Ég hafði með öðrum orðum hugsað mér að standa keik á sviðinu í Valaskjálf ásamt Hildi Karen og Gunnari Sigvalda og syngja af innlifun lagið Tilfinningar, sem Jóhann Ragnar Kristjánsson gerði ódauðlegt hérna um árið. En viti menn, haldiði að Hildur hafi ekki ákveðið að svíkja vinkonu sína, valdi til þess ekki ónýtari dag en afmælsidaginn hennar, og stinga af með vinum og vandamönnum á ómerkilegan dansleik í borginni!! Þetta kallar maður vini sína! Hildur við þig vil ég segja: ég vona að þú eigir erfitt með svefn eftir að hafa lesið þetta, og að sótsvört samviska þín muni iðrast þessara svika þegar þú lest þessi orð sem skrifuð voru með tárum svikinnar vinkonu þinnar!

Þið hin sem ekki hafið svikið mig ennþá (og takið vonandi ekki upp á því;) munuð vonandi sjá ykkur fært að fagna með mér þessum merka áfanga, en ég segi ykkur betur frá því síðar! Ást mín er ykkar

Þórunn, löt, illa svikin en ekki gömul -
enn
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?