<$BlogRSDURL$>

laugardagur, mars 06, 2004

Hoppandi afmlisgleði

Já það þarf ekki oft ekki mikið til að bjarga deginum fyrir manni! Sérstaklega þegar maður hefur gefið upp alla von um að það rætist úr honum! En það gerðist nú heldur betur í gær. Ég hélt smá afmæliskaffi, fámennt en góðmennt, og svo var stefnan að skella sér á Barkann...en viti menn! Ekkert far! Eftir frekar þunglyndislega kvöldstund fyrir framan sjónvarpið með Söndru og Mána skelltum við okkur út á rúntinn og náðum í Michi. Sandra fór svo fljótlega heim og við Michi urðum eftir á barnum, þar sem var ekki svo mikil stemmning. En Samma og Vingi hóteleigendum fannst ómögulegt að afmælisbarnið væri ekki að skemmta sér, og drifu okkur því með sér á Reyðarfjörð. Þar var mikil gleði og mikið grín og fá þessir englar mínar bestu þakkir fyrir að bjarga afmælisdeginum mínum! :)

Í kvöld ætla þeir svo að bæta um betur og halda dúndur afmælisgleði fyrir okkur stöllurnar, en Sandra mín á nú afmæli í dag og fær allar mínar hamingjuóskir! ;) ég hvet því alla eindregið til þess að mæta í 38 ára afmælisgleði á Hótel Bjargi í kvöld!

Þangað til þá...

Þórunn bráðum Bjórunn
|

föstudagur, mars 05, 2004

Lífið er stutt, dauðinn er borgun
drekkum í kvöld og iðrumst á morgun! ;)


Jæja þá er hefur stelpan fagnað sínum nítjánda afmælisdegi! (púff) Hann er nú að kveldi kominn, og er það mín eina von að eitthvað skemmtilegt eigi eftir að koma fyrir mig á þessum klukkutímum sem eftir eru, af ja kannski ekki besta afmælisdegi sem ég hef átt, en þetta er svosem fínt :) ég fann þetta sniðuga ljóð sem að mér fannst vel viðeigandi að deila með ykkur á þessum annars merkisdegi! ;)

Einskonar eftirmáli:

Vér höfum alltaf á alvörutímum lifað,
einkum að dómi þeirra, sem mest hafa skrifað.

En þó að tilveran silist með svipuðum hætti,
hún semur í líf vort fjölmarga gamanþætti,

og máske finnast margir er ljá þeim eyra,
en miklu fleiri hvorki sjá þá né heyra,

og þeim væri hollt í alvöru að yfirvega,
hve alvaran stundum gerir oss spaugilega,

og Goethe kallinn, sem grúskaði þó í flestu,
á gamalsaldri taldi oss það fyrir beztu:

að taka lífinu létt á hverju sem gengi,
maður lifir svo skammt og er dauður svo óralengi.

Þetta bráðskemmtilega ljóð er úr bókinni "Dýrt spaug" - undirtitill "Heimslystavísur og hermiljóð" eftir Guðmund Sigurðsson.

Þangað til næst.....

Þórunn gamla

|

fimmtudagur, mars 04, 2004

Slæm endalok átjánda aldursárs míns

Ég ætla rétt að vona að nítjánda árið mitt í þessum heimi byrji betur en það gamla ætlar að enda! Ég get byrjað á því að tilkynna hérn með að síminn minn, sem hefði átt eins árs afmæli á morgun, er látinn. Hann lést í hörmulegu þvottavélarslysi fyrr í kvöld. Blessuð sé minning þín elsku Filippus, þín verður sárt saknað ;( Svo má líka geta þess að Sandra afrekaði það að skella bílhurðinni all harkalega á puttann á mér stuttu eftir andlát elsku símans míns, og er hann nú á góðri leið með að verða fjólublár! En allavega, ég hef ákveðið að gefa skít í þetta allt saman og detta í það! 40 mínútur til stefnu! Þangað til næst....

BJÓRunn hrakfallabálkur, fylllibytta og bráðum öldungur.
|
Ógnaröflin sigruð!

Já góðir hálsar! Nú getiði farið að tjá ykkur! Ég er búin að setja upp einhvern óskapnað sem er til þess gerður að commenta á mínar gáfulegu vangaveltur, ALL BY MYSELF!!! Þrátt fyrir að vera hálf óttaslegin í hvert skipti sem kemur að því að setjast við tölvu, og nýta fartölvuna mína nánast eingöngu til að vera í kapal!! ;) Já, það getur eflaust enginn gert sér í hugarlund hvað ég er stolt af sjálfri mér núna! Endilega tjáið ykkur! :)

Þórunn, ekki svo tæknilega heft eftir allt saman
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?