<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 25, 2004

Það reddast sjálfsagt eina ferð á ný....

Þrátt fyrir að vera ennþá með tvö nýru er ég víst á leiðinni í vík þá er kennd er við hús! Lífsmottóið mitt --> "þetta reddast!"<-- sannaði gildi sitt enn einu sinni, og virðist sem allt ætli að reddast! ;) Íris hefur séð um öll plön fyrir mig, (eins og svo oft áður;) og þarf ég ekkert að gera nema bara mæta! Hvar ég væri án hennar Írisar minnar er ómögulegt að segja!
Að sjálfsögðu er þetta vímulaus ferð, og hentar það drykkjubanninu mínu, sem hefur nú staðið yfir í tvær helgar, ágætlega verð ég að segja! Þó er aldrei að vita nema maður gerist villtur svona einu sinni og fái sér í glas! Hver veit...

Þórunn keik og kampakát!

|

mánudagur, mars 22, 2004

Ef þú hefur áhuga...

....sé ég ekki annan kost færan en að selja úr mér annað nýrað til þess að komast með í menningarferð á Húsavík næstu helgi. Ef þú hefur áhuga, láttu mig endilega vita sem fyrst og við getum samið um verð.

Þórunn, deyr ekki ráðalaus, en kannski nýrnalaus!
|

sunnudagur, mars 21, 2004

Ég mun alltaf skammast mín...

....fyrir að vera Íslendingur þann 20. mars. Nú er rétt rúmlega ár síðan að stríð svika, lyga, og græðgi hófst í Írak. Og það sem meira er, þetta stríð hófst í mínu nafni, nafni þjóðar minnar. Sem betur fer sýndi það sig í verki að stór hluti þjóðarinnar var á móti þessum aðgerðum, og ekkert getur afsakað framkomu þeirra stjórnmálamanna sem ákváðu það fyrir mig, skoðanabræður mína og systur að styðja þessar aðgerðir. Núna ári síðar ætla ég að óska þess að Guð geti læknað George W. Bush af siðblindunni, og veiti honum og hans stuðningsmönnum það sem þarf til að iðrast misgjörða sinna gagnvart Írökum og öllum heiminum.
Ég ætla að láta Stein Steinarr um lokaorðin...

Hugleiðingar um nýja heimsstyrjöld

Nú baðar jörð í blóði,
og barist er af móði,
og þessu litla ljóði
mun lítil áheyrn veitt.
Og þótt ég eitthvað yrki
um Englendinga og Tyrki,
má telja víst það virki
sem verra en ekki neitt.

Ég ligg hér einn og lúinn,
úr lífsins harki flúinn,
og vilja og vopnum rúinn
á vinsamlegum stað.
Manns hug ei hátt skal flíka,
ég hefi barist líka
og átt við ofraun slíka.
En ekki meira um það.

Vort líf er mikil mæða
og margt vill sárið blæða,
og knappt til fæðu og klæða
er kannske nú sem þá.
En samt skal sorgum rýma,
þótt sækist hægt vor glíma,
því eflaust einhverntíma
mun einhver sigri ná.

Og berjist þeir og berjist
og brotni sundur og merjist,
og hasli völl og verjist
í vopnabraki og gný.
Þótt borgir standi í báli
og beitt sé eitri og stáli,
þá skiptir mestu máli
að maður græði á því.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?