<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júní 30, 2004

Fótbolti, forsetakosningar og rafmagnleysi!

Já það er allt að gerast þessa dagana. Óli kallinn endurkjörinn forseti og sjálfstæðismenn bíta sig í sárt rassgatið eftir að hafa verið riðið svo gjörsamlega ósmurðum undanfarið. En hvað sem því líður fékk hann mitt atkvæði. Og trúið mér, mér líður ekki illa yfir að valda einhverjum sárum sjálfstæðisrassgötum frekari sársauka. Þú uppskerð eins og þú sáir, takk fyrir.
En nóg um það! Ég er á leið í sumarbústað á laugardaginn með Michi, Haraldi, Söndru og Guðbjörgu Söndru og jafnvel einhverjum fleirum. Þetta er síðasta helgin hennar Michi hér og þess vegna ætlum við, eins og svo oft áður, að skella okkur á ærlegt djamm.
Mamma, pabbi og Björgvin komu heim frá Vestmanneyjum á mánudaginn, en Björgvin var að keppa með Þrótti á Shell-mótinu. Það gekk alveg hreint frábærlega og þeir enduðu í öðru sæti. Ekki slæmur árangur það! Björgvin minn átti afmæli á laugardaginn, 10 ára, sem mér finnst alveg ótrúlegt! En svona líður tíminn víst hratt! Liðið stoppaði ekki lengi við hérna heima því að pabbi fór á sjóinn í gær og mamma og Björgvin hentu í snarhasti aftur ofan í tösku og brunuðu á pollamót á Akureyri í morgun. Við Helgi höfum svo sem ekki yfir neinu að kvarta, við höfum það fínt hérna tvö heima! :)
Ég ætlaði að vera voða sniðug í dag og taka smá sundsprett áður en ég opnaði sundlaugina, en það vildi nú ekki betur til en svo að bæði rafmagnið og vatnið fóru af þegar ég ætlaði að fara upp úr. Ég beið í örugglega einn og hálfan tíma ofan í en svo þegar ég fann að ég var um það bil að verða vatnssósa ákvað ég nú að þurrka mér bara og bíða átekta eftir að vatnið kæmi. Það gerðist nú loksins þegar klukkan var að verða hálf 7, þannig að það má segja að þetta hafi verið langþráð sturta! En ekki svo slæmur vinnudagur þó þar sem ekki var hægt að opna sundlaugina án vatns og rafmagns...!

En nú eru Sandra og Máni að koma að sækja mig þannig að þangað til næst....


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?