<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 16, 2004

Brúðkaup....
 
Hafiði einhvern tíma velt fyrir ykkur orðinu "brúðkaup"? Það hef ég gert. Og ég er komin að þeirri niðurstöðu að "brúðkaup" er orð sem á heima í orðabók karlrembunnar.  Til að útskýra mál mitt er mín túlkun á orðinu "brúðkaup" kaup á brúði. Brúðarkaup. Brúður til sölu. Ekki það að ég hafi kíkt í orðabók máli mínu til stuðnings, en hvað finnst ykkur? Ég sé alveg fyrir mér boðskort frá verðandi hamingjusömu hjónunum Jónatan og Jakobínu; "velkomin í brúðkaupið okkar..." Brúðkaupið okkar? Er þá þessi brúður sem þau hyggjast kaupa þriðja hjólið í sambandinu eða hvernig virkar þetta eiginlega? Ætti ekki frekar að standa "Velkomin í brúðkaupið mitt, kveðja Jónatan."? Maður spyr sig...
 
Þórunn - ekki til sölu

|

mánudagur, júlí 12, 2004

Naglasagan...

Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið
grindverksins.

Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.
Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu.
Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir.
Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði en, sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur úr sárinu, en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör.

"Vinir" eru sjaldgæfir eins og demantar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.

Þið eruð vinir mínir og það er mér mikill heiður. Og fyrirgefið mér ef ég hef skilið eftir göt í grindverkinu ykkar...

Já mér fannst þetta falleg saga með fallegum boðslap og ákvað því að stela henni af síðunni hjá Hildi vinkonu minni. Ég vona það ég hafi ekki skilið eftir gat í grindverkinu hennar fyrir vikið...;)

Þórunn - væmin og elskandi söguþjófur!
|
Lífið er yndislegt....
..kvað skáldið, og þar verð ég að vera sammála!! Já gott fólk, nú hefur það endanlega verið staðfest að Bjórunn er á leið á sína fyrstu þjóðhátíð! Það verður tekið á því get ég lofað ykkur!

Treysti á að sjá ykkur öll mökkölvuð og yndisleg í eyjum!

Ef ég væri indjáni væri nafn mitt líklega: Sú Sem Ann Bjór.

Annað var það ekki....
|

sunnudagur, júlí 11, 2004

Héðan og þaðan...

Sunnudaginn 4. júlí lét símtæki mitt af gerðinni nokia 5110 í sér heyra. Ég stóð hálf yfir baðkarinu með hárþvottalög, sem ég hafði keypt í matvöruverslun Baugs á Egilsstöðum ekki svo löngu áður, í hárinu. Ómöguleg staða til símsvörunar verð ég að segja! En forvitnin rak mig þó til af stað, og viti menn, haldiði að rödd James Hetfield hafi ekki hljómað á hinni línunni, þar sem hann söng til mín Nothing Else Matters!! Sko James minn þetta var nú óþarfi, ég var búin að segja þér að ég kæmist ekki að sjá ykkur og því algjör óþarfi að strá salti í sárin á þennan hátt!!

Hvað sem því líður dreif ég mig í höfuðstað Íslands í vikunni ásamt fríðu föruneyti. Ísey og Summi voru á leið til Portúgal og hún Michi mín á heimleið. Ótrúlegt að hún sé að fara, finnst svo stutt síðan hún mætti á svæðið! Ég er ekki frá því að hjarta mitt muni bugast af söknuði þá og þegar!
Það var ýmislegt brasað í þessari frægðarför. Ég meðal annars húðflúra friðardúfu á vinstri úlnlið minn. Hver veit nema hún muni hjálpa mér í baráttu minni við að læra muninn á þessu óskiljanlega fyrirbæri "hægri og vinstri". Ég hef svipaða tilfinningu fyrir þessu og Samfylkingin, nema það að mín óvissa er ekki pólitísks eðlis. Og talandi um þá tík, þá var fíflaskapnum í ríkisstjórnarleysunni mótmælt harðlega á fimmtudaginn var. Því miður lét ég mig vanta, en þegar ég sá fjöldann sem mættur var verð ég að segja að ég varð virkilega stolt af því hversu margir lögðu leið sína á Austurvöll þennan dag, og skárra væri það nú. Siðblinda forsætisráðherra hefur náð endanlegu hámarki verður að segjast! Það getur verið að mannfýlan eigi tilverurétt eins og aðrar manneskjur, en sem stjórnamálamaður á hann ekki tilverurétt í mínum huga frekar en lyktin af graftarkýli sem vex á afturenda geitar! Lifi lýðræðið!

Þórunn - ávallt dugleg að blogga! ;)
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?