<$BlogRSDURL$>

föstudagur, ágúst 06, 2004

Á Þjóðhátíð ég fór, fór, fór......

...og þrátt fyrir að vera raddlaus, símalaus, peningalaus, karlmannslaus, vitlaus og allslaus eftir helgina hef ég aldrei á ævi minni skemmt mér jafn vel! Ég get svo svarið það, setningar eins og "Lífið er yndislegt" ná tæpast að lýsa þessari gleði og hamingju sem Þjóðhátíð er!

Ég veit ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því að gera jafn langa sögu stutta án þess að skemma innihaldið, en orðið uppgjöf er ekki til í minni orðabók!

Fimmtudagurinn...

....hófst á löngu og ströngu ferðalagi. Á Hvolsvelli sýndum við Guðni Baldur fram á hversu bráðþroska við erum og versluðum í hinni margrómuðu áfangis- og tóbaksverslun ríkinsins. Drykkja hófst tafarlaust. Á Selfossi var svo gert annað stopp og verslað nauðsynjar eins og pollagalla, kassaskólatösku, stígvél og margt fleira sem koms sér allt saman vel. Í Herjólfi uppgötvaði ég að miðarnir hennar Sigfríðar voru enn óseldir. Ég fékk því Víði Þórarins með mér í lið og við héldum frá borði til þess að reyna að bjarga einhverjum vansælum sálum. Einhver vandræði urðu að komast út því ég var búin að týna afrifunni af miðanum mínum, en karlinn í miðunum var svo elskulegur að láta mig bara hafa nýjan miða, heilan. Svo var tekið á sprett niður og kallað hástöfum "miði til sölu" yfir mannfjöldann. Ég var ekki lengi að fá viðbrögð og tvö örvæntingarfull strákagrey komu æðandi til mín og sögðu að þeim vantaði miða. Ég sagðist því miður bara eiga einn, en þegar ég sá vonbrigðasvipinn á aumingja strákunum fór ég nú að kíkja betur í umslagið, og viti menn, þar leyndist afrifan af mínum miða. Ég ákvað því að taka bara sénsinn því ekki hefði ég viljað vera í þeirra sporum. Við drifum okkur svo upp aftur, en þá kom babb í bátinn, í bókstaflegri merkingu. Karlófétið sem hafði verið svo elskulegur við mig á leiðinni út var ekki búinn að gleyma mér. Og hann heimtaði miðann með afrifunni. Að sjálfsögðu runnu upp úr mér lygar og afsakanir um það hvernig ég hlyti að hafa "týnt" afrifunni. Karlinn var í þann veginn að fara að henda mér út þegar annar starfsmaður kemur og segir honum að hætta þessu kjaftæði og hleypa mér inn. Ég var ekki lengi að láta mig hverfa, kampakát með þetta góðverk mitt.
Eftir 3 tíma af ruggi og veltingi og svona átján tíma bið eftir farangri komum við loksins upp á gistiheimili. Þar var hoppað í pollagallana og svo geystumst við upp í næsta bekkjabíl á vit ævintýranna. Fyrir utan húkkaraballið var stemmningin eitthvað takmörkuð, þannig að ég, Íris og Arnar P skelltum okkur á Lundann. Og talandi um Lundann, ef einhver veit um stað í vestmanneyjum sem heitir ekki lundi, pysja eða eldgos- eitthvað, endilega látið mig vita!! Fyrir utan hittum við fullt af sniðugu fólki, þar á meðal Björgvin nokkurn Herjólfsson og vin hans Halla. Þeir félagar gerðust svo frægir um árið að lifa af Titanic slysið, en létu það ekki á sig fá og voru mættir á Þjóðhátíð. "Stóri maðurinn" stóð líka upp úr, í bókstaflegri merkingu, enda var hann mjög stór. Hannes á líka hrós skilið fyrir að heita Hannes. Stuttu síðar fengum við Arnar okkur smá hænublund við borðið á lundanum, Írisi til mikillar ánægju og yndisauka. Kvöldið varð ekki mikið lengra hjá mér, en ég vaknaði þó við það þegar Guðni dröslaði Gumma Má ofdrykkjumanni heim um morguninn. Eftir að hafa ælt duglega í sturtuna fóru þeir að sofa. En stuttu seinna vaknaði ég aftur við það að vatn var að renna einhversstaðar. Ég leit í kringum mig og sá að Gummi var að pissa við hliðina á sjónvarpinu. Ég spurði hvern djöfulinn hann væri að gera og benti honum mjög elskulega á að nota salernið við þessar aðgerðir sínar. "Já" stundi hann upp og datt í þeirri andrá í rúmið og steindrapst.

Föstudagurinn...

...var öllu betri. Við byrjuðum daginn á því að taka á móti Völlu og Hafliða. Við fengum okkar skammt af töskubið í annað skiptið. Pirringurinn hvarf þó fljótt þegar við settumst upp í næsta bekkjabíl og hittum "bekkjabílamanninn" sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar. "Bekkjabílamaðurinn" er einn sá fyndnasti sem ég hef augum litið. Sköllóttur sláni með asnaleg gleraugu upprúllaða ullarhúfu og í síðum brúnum frakka. Eftir að hann hafði skemmt okkur með því að vita ekki neitt í nokkurn tíma byrjaði þjóðhátíðarlagið mitt...(á þjóðhátíð ég fer, fer, fer....) og bekkjabílamaðurinn var ekki lengi að rjúka á fætur og taka trylltan dans í bílnum og syngja hástöfum með, þrátt fyrir jafnvægisleysi og takmarkaða textakunnáttu. Einmitt þegar ég hélt að ást mín á þessum manni gerðist ekki meiri, tilkynnti strákurinn viðhliðina á mér að kvöldið áður hefði hann stundað sömu iðju, en þá nokkuð fáklæddari. Nánar tiltekið BARA í frakkanum góða. Fyrst þarna fann ég þjóðhátíðarstemninguna og á ég það allt bekkjabílamanninum að þakka.
Þá kom að því. Ég missti arf ríkinu. Bjórlaus Bjórunn á Þjóðhátíð. En stelpuyndið hún Auður, sem var með okkur í íbúð og var hvorki meira né minna en tvífari Hildar Karenar í máli og myndum, fékk vinkonu sína í Þorlákshöfn til að fara fyrir mig í ríkið. Þar með komst hún í sama hóp og bekkjabílamaðurinn. Dýrðlingur.
Þetta sama kvöld munaði minnstu að ég keypti mér ónýta ryksugu á 13.00 krónur íslenskar. Geðveiki? Kannski, en svona er Þjóðhátíð.
Svo var það slökkviliðsmaðurinn með grillgrindina. Ég, Íris og Gummi Már rákumst á hann hjá klósettunum. Gummi brá sér á kamarinn, en á meðan dreif slökkviliðsmaðurinn sig upp á þak á kömrunum. Hann valdi sér einn vandlega og stökk af öllu afli í gegnum þakið á honum. Stuttu síðar opnaðist hurðin á kamrinum og þar sat eitthvað stelpugrey með slökkviliðsmann á herðunum, og ekki bar á öðru en að henni væri nokkuð brugðið. En kauði lét ekki þar við sitja og dreif sig aftur upp á, valdi sér annan kamar og lét sig vaða í gegn. Þegar hurðin opnaðist stóð þar nokkuð skelkaður Gummi Már í símanum með hálfan slökkviliðsmann ofan í kamrinum fyrir framan sig. Þetta uppátæki vakti mikla lukku hjá öllum nærstöddum, nema manninum símabúðinni sem við Íris reyndum hvað eftir annað að sannfæra um spaugilegu hlið málsins. Þeim fimm laganna vörðum sem þurftu að beita öllum sínum kröftum til að handtaka félagann virtist ekki heldur hlátur í huga….
Það var svo sama kvöld sem að Guðni Baldur skipti bróðurlega á regnhlíf og limsogi við heldri konu, sem virtist heldur betur tilbúin til að gera hvað sem var fyrir regnhlífina góðu. Sanngjörn skipti það....

Laugardagurinn…..

….var að sjálfsögðu engu síðri. Hann hórfst að sjálfsögðu tímalega með drykkjuleik og tilheyrandi. Guðni Baldur fékk það skemmtilega verkefni að hringja í Flóvent nokkurn Mána Theódórsson, sem við höfðum leitað að dunum og dynkjum það sem af var hátíðarinnar. Ástæðan fyrir því að við vildum hitta kappann var að sjálfsögðu nafnið “Flóvent” sem ég rakst á í símaskránni á sínum tíma þegar ég var a panta gistingu fyrir okkur. Það eina sem við vissum um Flóvent Mána á þessum tímapunkti var nafnið hans og símanúmerið. Ekki reyndist auðvelt að ná í mannin svo að við gáfumst upp í bili og héldum af stað í dalinn.
Þegar þangað var komið var mikil spenna í loftinu, enda ekki langt í að Ego menn myndu stíga á stokk eftir ansi langt hlé. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þá félaga og hvað þá heldur flugeldasýninguna eða Mínus sem spiluðu líka þetta kvöld. Ég get eiginlega sagt að einu vonbrigði mín á þjóðhátíð hafi verið að hitta ekki Flóvent. Við Íris komumst þó að því eftir að hafa rætt við Hannes nokkurn vin okkar að Flóvent væri ekki allur þar sem hann væri séður. Hann spilaði nefnilega í hljómsveit. Þetta vakti að sjálfsögðu athygli okkar og við báðum Hannes að segja okkur nánar frá Flóvent. Hannes var fús til þess og færði okkur í sannleikann. Flóvent er frjálslega vaxinn piltur sem spilar á óbó í lúðrasveit Vestmanneyja. What a catch!
Þreyta fór að síga á Írisi ansi snemma þennan morguninn, en stelpan var ekkert nema harkan og djammaði með Björgvini Herjólfssyni og Halla vini hans fram undir hádegi. Bestu þakkir til þeirra fyrir að vera snillingar…!!!

Sunnudagurinn…Return of the king!

Já brekkusöngurinn var snilld. Þjóðhátíð var snilld. Ég var ofurölvi á sunnudagskvöldinu og hef því ekki frá mörgu að segja…. Eftir að hafa farið nokkrar bylturnar í brekkunni, drepist í tjörninni og kafað í drullupolli var ég að minnsta kosti orðin nokkuð sátt með lífið. Ég og Valla skelltum okkur á bekkjabílarúnt og kynntumst einhverjum mönnum. Annar þeirra leit út eins og The Grinch. Nei annars, hann VAR The Grinch. Við lögðum okkur í bekkjabílnum og svo segir sagan að haldið hafi verið á pizza 67. Síðasta dánarstund mín á þjóðhátíð hefur svo verið um hádegi á mánudeginum. Ég svaf eins og engill í pollagallanum á gólfinu, bak við rúmið mitt í um það bil hálftíma. Þá var haldið áfram…..

Ég efast um að einhver sé enn að lesa þegar hingað er komið, en ætli ég verði ekki að enda þessa frásögn mina, sem ég gæti trúað að væri ansi gloppótt, með því heiðra þá sem það eiga skilið með viðeigandi titlum…..


Smokkaeigandi (allrar) helgarinnar:
Guðni Baldur
“klósett”fari helgarinnar: Gummi Már
Skemmtistaður helgarinnar: (B)lundinn
Survivor helgarinnar:
Björgvin Herjólfsson og Halli vinur hans sem lifðu af Titanic slysið
Óskilamunur helgarinnar: Röddin mín
Skyndiákvörðun helgarinnar: Bjössi V, sem reyndist vera einfari og glæpamaður, en Valla vissi það ekki ÞÁ
Bekkjabílavörður helgarinnar: Hulda umburðarlynda
Klósettkafari helgarinnar: Slökkviliðsmaðurinn góði
Höstler helgarinnar: Íris
What’s-his-name helgarinnar: maðurinn sem Íris höstlaði
Limsuga helgarinnar: Regnhlífakonan
Drulla helgarinnar: Hafliði
Óbó-spilari helgarinnar: Flóvent Máni Theódórsson
Áverkar helgarinnar: Þórunn
Bekkjabílamaður helgarinnar: Bekkjabílamaðurinn
Dýrðlingur og reddari helgarinnar: Auður á gistiheimilinu
Bjargvættur helgarinnar: Einar frá Kópavogi
Tilboð helgarinnar: Ryksuga, aðeins kr 13.000
Fjallgöngugarpar helgarinnar: Hafliði og Kristján Orri
Hildur Karen helgarinnar: Auður á gistiheimilinu
Brandarakall helgarinnar: Óttar
Húmoristar helgarinnar: Fíkniefnalögreglan sem var ekki að fíla fíkniefnabrandarann hans Óttars
Nauðgunartilraun helgarinnar: Hrafnhildur á gistiheimilinu sem reyndi að nauðga Gumma Má.
Ljóti maður helgarinnar: Ljóti maðurinn sem eyddi þjóðhátíð í að reyna að berja Guðna fyrir að segja að hann væri ljótur
Eyjaskeggjar helgarinnar: Björn og Lína í Túni
Clint helgarinnar: Gummi Már
Lag helgarinnar: Á þjóðhátíð ég fer
Texti helgarinnar: Á þjóðhátíð ég fór, fór, fór
Keypti kass’af bjór, bjór, bjór
Stundaði þar hór, hór, hór
Með helium drengjakór, kór kór….
Textahöfundar helgarinnar: Íris og Þórunn
Drengjakór helgarinnar: Drengjakór Kársnesskóla


Það sem ég hef lært af þessari fyrstu Þjóðhátíð minni er það, að svo lengi sem ég lifi ætla ég mér aldrei annað um verslunarmannahelgi...!! Þvílík og önnur eins öskrandi snilld og gleði....!

En þið sem hafið einhverju sniðugu við þetta að bæta, endilega látið í ykkur heyra í commentunum, til þess eru þau...:)

Þórunn - þjóðhátíðarfari

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?