<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Breyting til batnaðar....

Já ástandið hér á Skólavegi 24 fer óðum skánandi. Þrátt fyrir að vera ennþá að drukkna í drasli og skít hef ég endurheimt Helga heim af sjónum. Þó svo að greyið geti verið algjör pína, eins og flest öll systkini held ég, þá hef ég sjaldan verið fegnari að hafa hann hérna! Kærkominn félagsskapur þar!
Við systkinin höfum ákveðið að taka "bráðum" til í kofanum, en eins og veðrið er þessa dagana yrði það glæpur einn að eyða slíkum tíma í tiltekt og þrif. Það er alltaf svo dásamlegt þegar maður hefur "löglega" afsökun ;)
Annars er þetta búinn að vera algjör lúxus dagur hjá mér. Við Matti spókuðum okkur bara í góða veðrinu í allan dag, og nefið á mér ber þess greinileg merki. Ég var nefnilega svo heppin að sólbrenna á nefinu og þrátt fyrir allnokkra brúnku að öðru leyti gæti nafn mitt allt eins verið Rúdólf. Skil ekki hvað helmingur fjölskyldu minnar var að æða til suður evrópu til þess að fá nákvæmlega það sem er að fínna í bakgarðinum heima! (fyrir utan kannski hvítar strendur, skemmtigarða, veitingastaði, disk....whatever!!!!!)
Þegar ég var búin að fara með Matthías heim dreif ég mig svo í sundlaugina og fékk mér langan og kærkominn sundsprett, enda veitti manni ekkert af kælingu eftir þennan dag! Þvílíkur hiti!
Í kvöld ákvað ég svo að hafa það náðugt upp í sófa, enda sjónvarpsdagsskrá sjóvarpsstöðvar í eigu Norðurljósa ekki af verri endanum. Eftir að hafa barið nýja hottíið í footballers wives, sem er bara einn sá heitasti sem stigið hefur fæti inn í þá þætti, augum í langan og góðan tíma ákvað ég svo að nú skyldi vera farið snemma í háttinn, þar sem ég stefni ekki að því að missa af einum einasta sólargeisla á komandi degi. En viti menn, hér situr hún ennþá, nátthrafninn, og deilir með ykkur tilgangslausum sögum úr tilveru sinni. Mér er greinilega lífsins ómögulegt að fara snemma að sofa!!!!

Þórunn - ekki svo hvítur, en sjaldséður nátthrafn!|

mánudagur, ágúst 09, 2004

Það er erfitt líf að vera húsmóðir....

...segi ég og skrifa!! Nú hefur einvera mín staðið yfir í næstum því viku, og þetta er enginn dans á rósum get ég svarið! Það er svo undarlegt með það að ruslið, draslið og fötin sem maður hendir frá sér í allar áttir hverfa ekkert eins og venjulega þegar mamma er heima. Ég er farin að halda að það séu einhver tengsl þarna á milli....
Annars hefur ósköp fátt frásögufærandi á daga mína drifið. Ég skellti mér á eitt sorglegasta götufyllerý sem sögur fara af á laugardaginn, í félagsskaps Örvars Inga. Það var svosem ekkert leiðinlegt, en sorglegt þó!
Ég komst líka að því í dag að ég er áfeng. Ísmar bróðir Íseyjar og Birgir Björn vinur hans komu til mín í vinnuna í dag með áfengismæli og kröfðust þess að ég myndi blása. Mér fannst þetta uppátæki þeirra nokkuð sniðugt og lét vaða, en viti menn! Haldiði að mælirinn hafi ekki sýnt 0,01, þrátt fyrir að ég hafi ekki bragðað áfengisdropa frá því á laugardaginn! Þetta vakti að sjálfsögðu mikla kátínu nærstaddra og ég er ekki frá því að æska Fáskrúðsfjarðar álíti mig áfengissjúkling. Maður spyr sig....

Bjórunn - alki og húsmóðir

|

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Viltu vera vinur minn....?

Þjóðhátíð, þjóðhátíð, þjóðhátíð.....hvað get ég sagt? Í eymd minni og volæði síðustu vikuna eru þjóðhátíðarsögurnar aldeilis búnar að ylja mér um hjaratarætur, eins og maðurinn sagði. Þvílík gleði...8000 manns samankomnir í stærsta sandkassa landsins! Allir glaðir og hamingjusamir í pollagalla að drullumalla. Allir vinir og enginn að slást. Nákvæmlega eins og í leikskólanum í gamla daga, fyrir utan það að þar var lítið um áfengisneyslu!
Því er svo öfugt farið þessa dagana hjá mér. Mamma, pabbi og Björgvin að spóka sig á Spáni (ég get ekki sagt að ég sé neitt öfundsjúk....), Helgi á sjó, Sandra og Máni í borg óttans, Michi mín í Austurríki og ég er ekki frá því að Bergdís sé orðin vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum, þar sem hún eyðir öllum stundum. Ég hef lítinn félagsskap af höfuðborgarbúunum Andra og Gauta, sem virðast hafa gleymt því að til sé staður á jarðríki sem heitir Fáskrúðsfjörður, og hvað þá heldur Írisi, Völlu eða Sigfríð sem allar búa jú "hinu megin á landinu". Hildur Karen er upptekin við tökur á myndinni "Óskabörn þjóðarinnar", kvikmynd sem fjallar um unga stúlku sem ferðast um landið og Óskar sér heitt og innilega á hverjum viðkomustað. Hún fer sjálf með aðalhlutverkið.

Ef þú telur þig vera skemmtilega/n, á svipuðum aldri og ég, gefin/n fyrir drykkju og aðra heilbrigða tómstundaiðju, ert ekki mjög upptekin/n þá vil ÉG verða vinur ÞINN.
Ekki myndi spilla fyrir ef þú hétir Flóvent og spilaðir á óbó í lúðrasveit Vestmannaeyja, en það er þó ekki skylda. Áhugasamir hafið samband sem fyrst...

Þórunn....sad but true...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?