<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Allt að gerast!

Þá er það staðfest. Stelpan er að yfirgefa austurland. Ég er búin að fá vinnu og er á leið í borgina um eða eftir næstu helgi. Ætlaði bara að taka því rólega og hafði hugsað mér að fara kannski um mánaðarmótin sept-okt, en svo fékk stelpan bara vinnu og á að byrja að vinna eigi síðar en 1. september. Fyrir ykkur sem ekki vitið það þá er ég að fara að vinna í eldhúsinu á leikskólanum í Efstahjalla, og svo eitthvað hjá Sibbu og Kalla á Grandrokk líka. Bryndís er að vinna í að fá fyrir mig íbúð og bara allt að gerast. Gaman að svona skyndilegum breytingum.
Ég er allavega orðin mjög spennt og hlakka mikið til að fara að skipta aðeins um umhverfi, enda komin tími til! Fyrir ykkur sem verðið fyrir austan í vetur og ég á eftir að sakna sem mest, ég vil fá ykkur í heimsókn, oft!! Og líka ykkur sem verðið á svæðinu, þó það nú væri!

Þórunn - borgarbarn

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?