<$BlogRSDURL$>

laugardagur, september 04, 2004

Stórafmæli og flutningar í borginni

Jæja þá er stelpan flutt! Hef ekkert getað látð í mér heyra því ég hef ekki haft neina tölvu, en ég ætla nú að reyna að vera duglegri að láta vita af mér frá og með þessum degi. Ég er byrjuð að vinna í eldhúsinu á leikskólanum Efstahjalla og líkar bara vel. Er líka búin að fá íbúðina sem Bryndís var að reyna að redda fyrir mig, en hún þarfnast nú þónokkurra lagfæringa. En það er nú ekkert sem þúsundjalasmiðurinn ég ræð ekki við! ;) Og hér með er öllum sem vettlingi geta valdið að koma og grípa í málingarpensil og tilheyrandi með mér. Hver veit svo nema maður slái þessu upp í tómt kæruleysi og haldi eitthvað innflutningsgeim, háð vissum skilyrðum þó! Meira um það síðar...
En nú held ég að það sé fátt annað að gera heldur en að skella sér bara á ærlegt djamm í tilefni 19 og hálfs árs afmlæis míns, sem mun einmitt skella á eftir miðnætti í kvöld. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en allt áfnegi og búsáhöld vel þegin. Einnig tek ég á móti fjárframlögum á reikningi minn, 013010, í KB-banka, Egilsstaðaútbúi.

Þórunn afmælisbarn - live from the city


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?