<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 26, 2004

Gleði gleði gleði.....

Það er endalaus gleði hjá mér þessa dagana, enda búið að vera mikið um að vera! Ég get ekki sagt að sú ákvörðun mín að flytja í borgina hafi valdið mér vonbrigðum hingað til! ;) En þar sem ég er altaf jafn "dugleg" að blogga er frá ansi mörgu að segja. Það er helst að frétta að ég er búin að koma mér vel fyrir í Þverbrekkunni og gisti í fyrsta skipti í nótt þar. Það er voða kósý hjá mér, fyrir utan það hvað það er ennþá ógeðsleg málingarlykt hjá mér. En öllu má nú venjast, maður er í hálfgerðri vímu þarna inni, og hvenær hefur það talist slæmt? ;)
Ég fór á djammið um helgina, svona til tilbreytingar og skemmti mér bara konunglega. Fullt af austfirðingum í bænum, og þar sem þeir eru er ávallt mikil gleði! Enda held ég að það finnist ekki það fólk á þessum hnetti sem kann þá list að skemmta sér betur en austfirðingar!
Ætla að segja þetta gott í bili, virðist hafa glatað of mörgum heilasellum síðustu daga til að tjá mig á þennan hátt...

Þangað til næst..

Þórunn - þræll Bakkusar

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?