<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 24, 2005

Hinn vængjaði tími....

Jújú, því verður ekki neitað að hann flýgur áfram. Þann 19. janúar var einmitt liðið ár síðan ég byrjaði að blogga! Og um það bil hálft ár síðan ég bloggaði síðast......;) En nóg um það! Ég uppgötvaði það mér til mikillar skelfingar að ég ég hef ekki bloggað síðan á því herrans ári 2004, og því kominn tími til að óska fólki gleði og hamingju á árinu 2005, sem gekk víst í garð fyrir þó nokkru síðan!
Annars er fátt að frétta héðan úr borginni. Var reyndar að komast að því við síðustu niðurtalningu að það styttist óðum í að stelpan hafi herjað á mannkynið í heila tvo áratugi. Tuttugu ár! Shit... Og ég hef hvorki unnið til stórra afreka, hetjudáða eða gert nokkuð annað merkilegt í allan þennan tíma! Ég stefni að minnsta kosti að því að skrá nafn mitt á spjöld sögunnar áður en ég fylli þriðja tuginn, skárra væri það nú!!

En ég ætla að segja þetta gott í bili!

Þórunn - tórir enn...

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?